Að hella upp á latte

Mér finnst það oft svo skondið hvað fólk getur talað mikið um vinnuna sína. Ekki er ég nein undantekning á því. Ég tala endalaust um vinnuna mína og hún bíður líka upp á svo mikið að tala um. Fólk fer að vísu að horfa skringilega á mig þegar ég "æsist"  öll upp af því að ég fann vott af lakkrískeim sem harmoneraði svo vel með réttu magni af sýrni í kaffinu..... Allavega getum við vinnufélagarnir eytt öllum deginum saman í vinnunni hangið saman á kvöldin og höfum alltaf um nóg að tala....hins vegar varð mér hugsað til þess að kannski þyrftum við að komast meira út á meðal almennings, af því að kaffibarþjónn er jú sér kynnstofn, þegar ein sagði söguna af manninum sem hafði beðið hana að hella upp á latte og við hin sem sátum við borðið emjuðum úr hlátri yfir þessu hálft kvöldið.  Að hella upp á latte.....ég meina hverjum dettur annað eins í hug.

Annars er ég komin heim dauðþreytt efitir að hafa unnið í Bankó í morgun og þrifið glugga í allan dag í Höfðó. Stefnan er semsagt tekin á að opna á föstudagsmorguninn. Sjáum hvað verður það er einhvern vegin allt á hvolfi enþá....en ég og iðnaðarmennirnir erum búin að skemmts okkur konunglega seinustu daga.  Maður ætti kanski bara að gerast rafvirki.....efa það samt ég er svo rafmagnshrædd.

Með kveðju Kristín Höfðatorgsfrú 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Geturðu kennt mér að hella upp á bjór?

Ingvar Valgeirsson, 18.4.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband