Lítið að frétta....

Ekkert að gera þessa dagana nema að ég er endalaust í vinnunni. Hverjum hefði dottið það í hug að það væri svona mikið mál að starta einu kaffihúsi.  Það líður ekki sá dagur að eitthvað nýtt og spennandi verkefni kemur sem maður þarf að leysa.

Var reyndar boðið að koma á kóræfingu á morgun.....hef ekki heyrt betri brandara lengi því þó ég sé með kraftmikla rödd þá er ég laglaus með meiru....en er það ekki hugurinn sem skiptir máli :)

Já og leytin að nýju áhugamáli gegnur frekar hægt.  Þetta er meira en að segja það að ætla sér að finna nýtt áhugamál.  Mest spennandi uppástungan hingað til er flugdreka dæmið, gæti nefnilega undið svolítið upp á sig.  Fyrst byrjar maður að fljúga þeim svo fer maður út í það að smíða þá og getur dundað sér við þetta allan ársinn hring Smile


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð flugdreka hugmyndina,... eða bara að fara að skrifa ljóð og halda háværa og skírmælta upplestra

Þrallur (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband