Kaffihúsaferð

Bara smá hugmynd.  Er á leið á kaffihús að hitta eina vinkonu mína, erum ekki enn búnar að ákveða hvert við förum en það skiptir ekki mestu máli.  Hugmyndin mín var samt að hella upp á kaffið hérna heima og mæta svo með thermo brúsan innanklæða.  Mundi að sjálfsögðu kaupa mér kaffibolla en hella lavazza sullinu í einhvern blómapottinn og bæta mínu eigin kaffi að heiman í bollann. Er þetta kannski einum of róttækt hjá mér?  Hvernig ætli starfsfólkið mundi bregðast við ef það yrði vart við þetta? 

Hilsen Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Kristín góð hugmynd, veit samt að ég yrði brjáluð ef að fólk kæmi með sitt eigið kaffi til mín, en það er nú bara af því að ég veit að við erum með besta kaffið. En fólkið þarna hjá þér, það á nú bara að skilja það að þú viljir ekki kaffið þeirra....... Eða það finnst mér allavegana.............

Marta (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bara vera nógu laumuleg, Kristín mín! Fór í Kringluna í gær og fann sanna hamingju í latte. Birgði mig líka vel upp af baunum, Krakatá og Húsblöndu. Slurp ... nammmm!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband