Komin tími á smá blogg, er það ekki??

Ég ákvað að nú væri góður tími til þess að virkja þetta blogg aftur.  Hellingur búin að gerast í sumar en samt sest maður einhverveginn aldrei niður og skrifar um það sem er í gangi.

Kaffimál

Það er náttúrulega búið að vera algjör draumur hér á Akureyri eftir að Te og kaffi opnaði í Bókavali.  Fyrir svona sönn kaffinörd eins og mig þá er það draumur í dós að hafa kaffihús nálægt mér sem fyrir það fyrsta býður uppá úrvalskaffi og hefur vit á kaffi og ég tala nú ekki um hefur ástríðu fyrir kaffinu.  Svo er nýafstaðið heimsmeistaramót kaffibarþjóna eða WBC.  Mótið var að þessu sinni haldið í Toyko.  Svolítið skrýtið að sitja heima eftir að hafa farið á seinustu tvö mót.  En sem betur fer er fullt af fólki sem fer á mótin og er líka svona duglegt að blogga um það sem er að gerast.  Ég mæli eindregið með síðunni zacharyzachary.com.  Þar er hægt að lesa um keppnina og ég tala nú ekki um að skoða öll myndböndin af krökkunum.  Fyrir hönd Íslands fór Imma.  Þetta er í annað skipti sem hún tekur þátt og stóð hún sig mjög vel.  Hún lenti í 13.sæti.  Prógramið var mjög fínt og ég tala nú ekki um kjólinn sem hún var í mega flottur.  Það vottaði fyrir smá stressi en kommon hver væri ekki stressaður að þurfa að standa þarna og taka þátt.

Annars er lítið að gerast hér norðan heiða enda er ég að fara að flytja aftur til Reykjavíkur.  Er að fara í háskóla að læra vélaverkfræði.  Eins og mig kvíður pínuð fyrir þessu þá er ég að springa úr spenningi,  hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni.  Flyt aftur í Laugateginn með Héðni það verður nú gaman.  Kannski við tökum núna allar triológíurnar sem við ætluðum að horfa á seinast.hahahaha........ Ætla að láta þetta duga í bili en læt ykkur fylgjast með hvað verður.  Því ég er nokkuð viss um að það eru spennadi tímar framundan

Vi ses Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband