Komin tími á nýja bloggfærslu????

Já kannski það.

Samt svolítið skondið að manneskjan sem er í bloggleyfi frá sínu eigin bloggi skuli vera að heimta blogg.  Ha Marta.......

 Annars er voða lítið að frétta.  Eins og sannaðist kannski best í gærkvöldið að hápúnktur kvöldsins var Disney myndin í ríkissjónvarpinu "High school musical" frábær skemmtun.

 En af kaffimálum þá er nýkomið í hús COE frá Kosta Ríka.  Alveg frábært kaffi.  Mjúkt með góðri fyllingu en samt með mjúkum ávaxtatónum í endan.  Þetta verður alveg hiklaust jólakaffið á mínu heimili

En já kannski ég geri eitthvað meira af því að blogga um kaffi nú þegar ég er að fara í langt jólafrí norður yfir heiðar.  Hugsa að ég muni hafa nægan tíma á mínum höndum til að brasat í þessu.  Svo fara mótin að byrja á komandi ári.  Innanhúsmót Kaffitárs verður í lok janúar og Íslandsmeistarmótið verður um mánaðarmótin febrúar, mars.  Þetta eru allavega seinustu dagsetningar sem ég hef heyrt.  Þannig að það verður spennadi að fylgjast með undirbúningi að þessu.  Kannski maður geti laumað inn einni og einni uppskrift líka að drykkjum sem munu skapast í undirbúningi þessara keppna

 

En later Kristín 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haffi

Minns mælir samt með kaffinu frá Gvatemala Las Lobos, alveg yndislega gott kaffi með góðum súkkulaði eftirbragði...

Haffi, 18.11.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband