Starbucksfílingur

Byrjaði daginn ekkert smá vel.  Byrjaði ekki að vinna fyrr en kl 10 í morgun þannig að ég reif mig á fætur til að fá mér morgunkaffi hjá Hildi á te og kaffi.  Ég mæti eldsnemm í Starbuckd morgunmatinn sem saman stendur af kaffi og múffu (helst súkkulaði múffu).  ummmm........

En allavega þá fór ég að hrósa uppáhelta kaffinu sem þau eru að bjóða upp á þennan mánuðinn.  En það er Mokka sídamó.  Hildur fór þá að segja mér að hún hafi fyrir nokkru verið að prófa að hella upp á þetta kaffi í pressukönnu heima hjá sér en þá hafi það ekki komið vel út.  Núna er það í svona sjálfvirkri kaffikönnu sem þau eru með á kaffihúsunum hjá sér.  Veit ekki hvaða gerð það er, þyrfti nú eiginlega að komast að því, en kaffið er svona ljómandi gott í þessari vel.  Gaman að finna svona mun og finna hvaða kaffi passar hverri uppáhellingu

Já svo er annað.  Já ég var að ráða mig aftur í vinnu á Kaffitári.  Að vísu verður þetta mjög lítið sem ég ætla að standa vaktina.  Ég ætla að taka að mér annanhvern laugardag í kringlunni.  Ég og Marta það verður geggjað stuð.  Ég verð víst að halda mér í æfingu og sinna áhugamálinu.  Sumir fara í golf ég bý til kaffi.  you know what ever makes you happy.  Ég held að þetta verði bara gaman að grípa í Lamarzocco svona á milli verkefnann í skólanum

Nóg í bili þangað til næst Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála með Mokka Sídamó, það er rosalega gott! Er venjulega með húsblöndu Kaffitárs í vélinni minni og bý mér til góðan latte svona tvisvar á dag. Best að prófa Mokka Sídamó! Hlakka til að sjá ykkur í Kringlunni á laugardögum, svona þegar ég kem í bæinn. Ykkur er að sjálfsögðu boðið í afmælið mitt á sunnudaginn, opið hús frá 3, ef þið nennið á Skagann!

Knús, Gurrí 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.8.2007 kl. 17:09

2 identicon

Mér fannst Mokka Sídamó bara alveg voðalega gott í pressukönnu... en ég smakkaði það reyndar ekki úr sjálfvirku vélinni þar sem við erum ekki með svoleiðis apparat í gangi hérna á laugarveginum hjá mér. En ég veit hins vegar alveg hvaða tegund þessi vél er og hef meira að segja gerst svo fræg að koma í verksmiðjuna! (gosh..) Hún heitir Schäeraer (og þetta er alveg bandvitlaust stafsett ég veit!) og er framleidd í Swiss. Er akkurat með eina svona í sölu í búðinni hjá mér ef þú átt 225þús kjall...

Elfa Dröfn (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband