9.9.2007 | 14:01
Cup of exellence
Sit við eldhúsborðið heima hjá mér og er að drekka cup of exellence í pressu könnu og varð hugsað til þess að ég þyrfti að blogga. Það þýðir ekkert að segjast ætla að byrja aftur en gera svo aldrei neitt í því. Yndislegt alveg að vera komin aftur til Reykjavíkur. Gaman að geta hangið á Kaffitár og talað við fólk um kaffi, fólk sem skilur kaffi skilur hugtök eins og rúnnuð heild og að expressóinn leiki eins og heil sinfóníuhljómsvet á tungunni.
En það sem ég er að gera í Reykjavík annað en að hanga á kaffihúsum er að ég skellti mér í Háskóla Íslands til að læra vélaverkfræði. Það er ekkert smá skemmtilegt. Mikil vinna en vel þess virði. Átti samt ekki von á því að djammið í háskóla væri full vinna líka. Hef ég nú alveg lengi vel verið atvinnumanneskja í djammi en þetta er mikið, meira að segja fyrir mína standarda. Það hlýtur bara að vera til fólk sem er með 36 tíma í sólahring. En ég er ekki að kvarta undan þessu langt því frá mér finnast vísindaferðir bara með því skemmtilegra sem maður gerir. HÓPEFLI er líka mín sérgrein :)
En ég gat náttla ekki staðist það að fara að vinna hjá Kaffitár. Ég skellti mér í kringluna til Mörtu vinn annan hvern laugardag og ætlaði sko ekki að taka aukavaktir en er þegar búin að taka eina. Hver getur staðist hvolpaugun hennar Mörtu. En þetta verður frábær vetur við erum að vinna saman ég, Marta og Kolbrún gömmlu lummurnar saman á ný..........og svo náttla eitthvað af hressu og skemmtilegu nýju fólki.
Later Kristín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.