Cemex er málið

Hef oft haldið því fram að einfaldleikinn sé bestur, að maður eigi að njóta smáatriðana það sé það sem gerir mann hvað hamingjusamastan.  Þess vegna kom það mér ekki á óvart hvað cemexið er skemmtileg uppáhelling heldur hvað ég hef alltaf þrást við að prófa hana.  Kannski er maður bara það nýjunga gjarn að maður þarf alltaf að eiga það flottasta og besta og mesta tækið.  Cemex er nefnilega uppáhellingar kanna sem maður hellir á á gamla máðan.  Ekkert smá töff.  Kaffið kemur skemmtilega í gegnum fyllterinn með öllum sínum brögðum ummmm...........  gott að geta skemmt sér yfir einhverju því ekki er calculusinn að gera sig núna :(

Fyrsti starfsmannafundurinn hjá Kaffitár á morgun.  Ég veit þetta er skrítið en mig hlakkar eiginlega bara til.  Sjá hverjir eru að vinna þarna og hvað er nýtt og hvað ekki.  Fundurinn verður í Njarðvík, það verður bara rúta og læti.  Vona samt að við komum ekki seint heim því ég hef skóla og alveg helling að læra.  Veit ekki af hverju stærðfræðin er að standa svona mikið í mér núna.  Hlutir sem ég kann alveg.  Man bara ekkert.  Ætli hausinn geti farið í svona álagsverkfall ????

En later calculus býður.  Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband