Dagur 2

Eins og fólk veit sem þekkir mig þá lenti ég í smá slysi nú á vormánuðum.  Þurfti samt að skella mér í smá aðgerð núna til að ná fullum bata.  Sem að tókst að mestu leiti.

En núna er ég tæknilega séð komin í jólafrí norður á Akureyri til foreldra minna.  Sem er æðislegt, Akureyri er æðisleg, foreldrar mínir eru frábærir og ég á einstaka vini hér á Akureyri.  Málið er bara að þessa fyrstu daga þá hef ég ekkert að gera.  Vafra um húsið, því ég þarf að vera mikið á hreyfingu, vafra um veraldarvefinn, því þar getur maður tínt sér í heimskulegum og tilgangslausum fróðleik.  Þetta verður strax betra þegar ég get farið meira út.  Kíkt á krakkana á Te og kaffi,  kíkt í heimsókn til vinafólks míns og svoleiðis stuð.

Hellti mér upp á El Salvador kaffi í fillterkönnu í morgun.  Fékk mér ristað brauð og ferskan ávaxtasafa með kaffinu og las moggann.  Þetta var bara eins og góður morgun í Bankó.  Ohhhh.... hvað ég væri til í að hafa bankó hérna á Akureyri.

En við heyrumst fljótlega Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jiiii gott með þig...... Bankó smankó......... enyways hlakka mikið til að fá þig til baka. Gætum kannski farið að taka breakfast á þetta. Svona fyrir skrifstofutíma :) Hvernig hljómar það.... taka jakkafatatýpurnar alla leið hahah

Marta (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: Haffi

Hmm..hvað tókst ekki?  Urðu einhver mistök á skurðarborðinu?

Haffi, 27.11.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband