29.11.2007 | 19:29
KK og Ellen
KK og Ellen systir hans eru með tónleika í Akureyrakirkju í kvöld. Sem er bara æðislegt. Ég er samt ekki alveg í stuði fyrir jólatónleika strax. Annars mun Garðar Thor Cortes halda jóla og aðventutónleika með sinfóníuhljómsveit norðurlands 8. des. Kannski að maður skelli sér þá frekar.
Átti leið í Pennan Eymundsson í dag eins og svo oft áður því að þar er nú einu sinn Te og kaffi staðset. Haldið þið að ég hafi ekki hitt svona skemmtileg á að Hundar í óskilum voru að spila og Sævar stóð sveittur og steikti pönnukökkur. Ljúft að renna þeim niður með kaffibollanum. Held að það verði mikið líf í Bókval (þetta hét alltaf Bókval í gamla daga og gengur en undir því nafni manna á milli ). Held að það verði mikið um rithöfunda, upplestra, litla og létta tónleika.
Græni hatturinn er skemmtilegur tónleikastaður hérna á Akureyri. Frekar lítill og kósý staður. Dagskráin þessa helgi og næstu er alla vega frekar spennandi. Í kvöld þá er Hundur í óskilum, annað kvöld verða svo Hjálmar með tónleika, hugsa að ég skelli mér á þá. Svo um næstu helgi þá verður Sniglabandið hérna og heldur uppi stuðinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.