30.11.2007 | 23:55
Barbarella queen of the galaxy
Sá það á vafri mínum um veraldvefinn í dag að það ætti að endurgera þetta meistarverk. Barbarella queen of the galaxy. Persónulega finnst mér það ekki góð hugmynd. Sumt á bara að fá að vera í friði fá að vera gamalt og hallærislegt. Á sínum tíma ( 1968 ) þegar þessi mynd kom út þótti hún hræðileg. Klámfengin og ég veit ekki hvað og hvað. En hún hefur samt náð að skapa sér sess innan kvikmyndaheimsins sem ákveðin költ bíómynd. Hún leysir samt margar tæknibrellu snildarlega á þessum tíma og fötin sem Jane Fonda fær að vera í þetta er bara snild.
Þær leikonur sem nefndar hafa verið í hlutverki Barbarellu eru Drew Barrymore Rose Mcgoven
Kate Beckinsale
þetta kemur hins vegar allt saman í ljós. Framleiðsla á ekki að hefjast fyrr en 2009 þannig að það er nægur tími til að velta þessu fyrir sér. Mæli eindregið með því að þið sem eruð ekki búin að sjá þetta meistarverk drífið í því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.