Dante

Þá er 1.des , fullveldisdagurinn, gengin í garð.  Að því tilefni hafði ég hugsað mér að koma með uppskrift að skemmitlegum súkkulaði/kaffidrykk.  Þessi drykkur heitir Kaffi Dante og er ættaður frá Kaffitári.

Byrjað er á því að setja appelsínusneið í glas eða könnu.  Svo er ca tvöfaldur (stór) expressó látinn renna yfir.  Best er náttúrulega að notast við expressó úr vél eða mokkakönnu.  Það er hægt að notast við sterka uppáhellingu en kaffi fyllingin verður ekki jafn góð.  Þegar þetta er komið er heitu súkkulaði helt saman við.  Ég mæli alltaf með ekta súkkulaði en það má vel notast við swiss miss eða eitthvað annað. Bara að muna að þetta er heitur drykkur.  Að lokum er skellt rjóma á toppinn og yfir hann er stráð flórsykri og kanil

Appelsínubátur (sneið)

Stór expressó

Heit súkkulaði

Rjómi

Flórsykur

Kanill

Ég mun halda þessu áfram á aðventunni að koma með skemmtilegar og jólalegar kaffiuppskriftir.  Bæði gamlar og góðar og einhverjar nýjar sem mig langar að prófa.  Endilega að prófa og ef ykkur vantar ráð eða hafið spurnigar endilega að kommenta og ég mun svara eins og ég get.  Svo minni ég á að inni á vef Kaffitárs er hægt að nálgast margar góðar kaffiuppskriftir fyrir nýjungagjarna kaffiunendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haffi

Áttu ekkert sem er megrandi, -ég sem talsmaður feita fólksins sem er í megrun þurfum eitthvað gott fyrir jólin lika

Haffi, 1.12.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hér er líka kaffiuppskrift - hálffyllið bolla af góðu viskíi. Fyllið upp með kaffi. Drekkið svo og njótið vel.

Einnig er drykkurinn ágætur ef maður sleppir kaffinu.

Ingvar Valgeirsson, 2.12.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband