Allt er best í hófi...

Rakst á þennan list og finnst hann alger snild...eins og ég hef alltaf sagt allt er best í hófi

 

1. Bjór hefur hingað til aðallega verið talinn valdur að alkóhólisma og slæmri húð. En nýjar rannsóknir sína að bjórdrykkja eykur blóðstreymið og getur minnkað áhættu á að fá hjartasjúkdóma um 40 %.  Nb. mælt er samt með að ekki sé stunduð ofdrykkja.

2. Æðiskast,  hingað til hefur það ekki þótt góður kostur að fá æðisköst en samkvæmt danska sálfræðingnum Per Isdal þá losa æðisköst um vöðvabólgur, sjálfstraustið eykst og ónæmiskerfið styrkist hjá fólki sem er venjulega rólegt og dagfarsprútt.  Hjá hinum virkar það öfugt.

3.Kaffi er hollt. Það er ríkt að andoxunarefnum sem halda líkamanum heilbrigðum og ungum. Neysla kaffis minnkar líka líkur á að fá  krabbamein og sykursýki 2

4.Sólböð eru holl fyrir líkamann. Sólargeislarnir flytja D vitamin til húðarinnar, styrkja ónæmiskerfið. Sólargeislarnir hafa góð áhrif á  húðsjúkdóma. Sólskin og gott veður vinnur gegn asma og svo hefur sólin jákvæð áhrif á skapið.  En allt er bezt í hófi. 

5.Rauðvín er þekkt meðal til að minnka áhættu á  hjartasjúkdómum enda er í rauðvíninu andoxunarefni. En í þessu gildir vízt meðalhófið eins og í öðru.  Ekki er ráðlegt að drekka sig ofurölvi alla daga.

6.Súkkulaði er eins og rauðvín hollt fyrir líkamann. Í súkkulaði eru andoxunarefni sem viðhalda líkamanum ungum og heilbrigðum eins og fyrr sagði.  En nb. hér er verið að tala um dökkt súkkulaði.

7. Kók inniheldur ekki mikið af vítaminum eða næringarefnum, en virkar vel við kviðverkjum. Einnig þykir kók virka ekki síður en höfuðverkjatöflur þegar maður veikizt.  Nú og svo að lokum eru kókdrykkja óbrigðult ráð við timburmönnum.

8.Skyndibiti eins og hamborgarar. T.d þá er hamborgarinn sjálfur ekki óhollur heldur eru það frönskurnar og gosið sem er fylgir.  Hamborgari  með salati , brauði , lauk og fitulítillri sósu getur verið holl máltið. Sleppa frönskum og gosi þá er maður í góðum málum.

9. Kynlíf , það þarf ekki að segja neinum hversu hollt það er (þ.e.a.s ef ekki fylgja kynsjúkdómar). Kynlíf minnkar stress, lækkar kólesterólið í líkamanum og eykur blóðflæðið. Nú og svo vilja sumir læknar meina að kynlíf minnki áhættuna á að fá krabbamein


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Miðað við þetta þá lifi ég að eilífu. Að vísu tannlaus, feitur og með utanáliggjandi lifur, en AÐ EILÍFU!!!

Ingvar Valgeirsson, 19.12.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband