1.4.2008 | 20:43
Keppninsdót
Jú jú ég og Harpa drifum okkur í Ikea í dag . Alltaf jafn gaman finnst mér. Samt um leið og ég var komin út úr Ikea þá hugsaði ég með mér, ég þarf eiginlega að fara annan hring það er svo margt sem ég gleymdi að athuga með. En ég á frí á laugardaginn þannig að ég get bara farið aftur þá. Það þarf svo lítið til að gleðja mig.
En það verður keppnisrennsli á föstudagskvöldið og þá get ég betur séð hvað mig vantar hvað ég þarf að huga betur að og svoleiðis. En viti menn það minnir mig á það að ég þarf að hlaða myndavélina svo ég geti nú tekið myndir af öllu sem er í gangi.
Heyrðu já svo er eitt nýtt það á að vera opið á Kaffitári í Bankastræti annaðkvöld það á víst að vera dansað tangó.....þannig að endilega að droppa við og kíkja á Höfðatorgsfrúnna í svaka gír á miðvikudagskvöldi.
Heyrumst hress. Kristín Höfðatorgsfrú
Athugasemdir
já já það er komið að þessu einaferðina en og takk fyrir mig.
The baristas, 2.4.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.