8.4.2008 | 12:13
Sturtan tilbúin í dag
Það er búið að vera að taka baðherbergið í gegn hjá mér, átti að taka 3-4 daga en núna er 8 dagurinn. Ég held að það sé svolítið vanmetið að hafa ekki aðgang að baði heima hjá sér. Ég hélt að það væri sko ekkert mál að fara bara í sund í nokkra daga en vá hvað það getur verið þreyttandi eftir erfiðan vinnudag og svo langar og strangar æfingar fram á kvöld að geta ekki hent sér í sturtu og beint upp í rúm. En nú sér fyrir endan á þessu og ég ætti að komast í sturtu heima hjá mér í kvöld.... mikið tilhlökkunarefni það.
En að öðrum nótum ég var í háskólabíói að hella upp á kaffi fyrir Al Gore og félaga. Það var hresst allt topplið kaffitárs á svæðinu og voða stuð hjá okkur. Stærsta uppákoma Kaffitárs til þessa og gaman að sjá hvað hún heppnaðist vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.