Færsluflokkur: Lífstíll

Lítið að frétta....

Ekkert að gera þessa dagana nema að ég er endalaust í vinnunni. Hverjum hefði dottið það í hug að það væri svona mikið mál að starta einu kaffihúsi.  Það líður ekki sá dagur að eitthvað nýtt og spennandi verkefni kemur sem maður þarf að leysa.

Var reyndar boðið að koma á kóræfingu á morgun.....hef ekki heyrt betri brandara lengi því þó ég sé með kraftmikla rödd þá er ég laglaus með meiru....en er það ekki hugurinn sem skiptir máli :)

Já og leytin að nýju áhugamáli gegnur frekar hægt.  Þetta er meira en að segja það að ætla sér að finna nýtt áhugamál.  Mest spennandi uppástungan hingað til er flugdreka dæmið, gæti nefnilega undið svolítið upp á sig.  Fyrst byrjar maður að fljúga þeim svo fer maður út í það að smíða þá og getur dundað sér við þetta allan ársinn hring Smile


Nokkrar myndir af Höfðatorgi


Íslandsmeistarmót kaffibarþjóna....

Úrslit á morgun og við erum 5 frá kaffitári sem komust áfram SmileSmileSmile

Læt vita seinna hvernig fór....hlakkar geggjað til það verður bara ég og Justin vinur minn sem að munum skemmta okkur saman á sviðinu og rokka feitt....

Kveðja Kristín Höfðatorgsfrú..... 


Töff....

Rakst á þetta á bloggi hjá vel skrifandi manni og ákvað að deila þessu með ykkurSmile

" Its so easy to love 

its so easy to hate

it takes guts to be gentle and kind "

Finnst þetta bara eiga vel við hvernig koma eigi fram við náungan 


Búin að opna í Höfðatorgi

Það er nú ekki mikið meira um þetta að segja en allt fór vel af stað í dag og allir ánægðir...

Að hella upp á latte

Mér finnst það oft svo skondið hvað fólk getur talað mikið um vinnuna sína. Ekki er ég nein undantekning á því. Ég tala endalaust um vinnuna mína og hún bíður líka upp á svo mikið að tala um. Fólk fer að vísu að horfa skringilega á mig þegar ég "æsist"  öll upp af því að ég fann vott af lakkrískeim sem harmoneraði svo vel með réttu magni af sýrni í kaffinu..... Allavega getum við vinnufélagarnir eytt öllum deginum saman í vinnunni hangið saman á kvöldin og höfum alltaf um nóg að tala....hins vegar varð mér hugsað til þess að kannski þyrftum við að komast meira út á meðal almennings, af því að kaffibarþjónn er jú sér kynnstofn, þegar ein sagði söguna af manninum sem hafði beðið hana að hella upp á latte og við hin sem sátum við borðið emjuðum úr hlátri yfir þessu hálft kvöldið.  Að hella upp á latte.....ég meina hverjum dettur annað eins í hug.

Annars er ég komin heim dauðþreytt efitir að hafa unnið í Bankó í morgun og þrifið glugga í allan dag í Höfðó. Stefnan er semsagt tekin á að opna á föstudagsmorguninn. Sjáum hvað verður það er einhvern vegin allt á hvolfi enþá....en ég og iðnaðarmennirnir erum búin að skemmts okkur konunglega seinustu daga.  Maður ætti kanski bara að gerast rafvirki.....efa það samt ég er svo rafmagnshrædd.

Með kveðju Kristín Höfðatorgsfrú 


Sálin

Það hlaut að koma að því að ég mundi láta verða að því að fara á Sálarball og það gerði ég seinasta laugardag....og vá!!!!!! hvað það var gaman.  Tók mann alveg aftur um 10 ár. Alveg upp við sviðið í Sjallanum í gamla daga....

En núna er maður komin í gulu gúmíhanskana og byrjaður að þrífa í Höfðatorgi þetta er ekkert smá flott verður vonandi opnað öðru hvoru megin við helgina.  Svo er Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna í næstu viku þannig að það er nóg að gera.  Loksins komin með nafn á drykkinn minn er samt en að velja á milli "norðan garra" og "norðan skafrennings" kemur í ljós....

Heyrumst hress fljótlega

 


Af hverju?

Þessi spurnig er bara búin að leita á mig úr svo mörgum og ólíkum áttum í dag. Eins og flestir vita þá erum við góður hópur að æfa fyrir íslandmeistarmót kaffibarþjóna núna og æfingar standa sem hæst þessa dagana.  Við erum að tala um það að við stöndum yfir hvort öðru og af hverju ertu að gera þetta og af hverju hitt.  Svo dæmi séu tekin af hverju ertu að blanda þessu saman og hvað ertu að gera núna.  Hvað heitir drykkurinn þinn hvað er þemað bla bla endalau vandamál sem þarf að leysa..

Svo eru fleiri svona persónuleg af hverju....þetta venjulega af hverju fékk ég bólu á nefið núna,sem mér finnst reyndar frekar fyndið, fyrir utan hot daitið sem ég er að fara á, að fá bólu á nefið 28 ára gömul. 

Samt er mér að ganga allt í hagin þessa dagana lífið hreynlega brosir meira og meira framan í mig með hækkandi sól.  Sem er náttla bara æðislegt fyllir mig orku og meira sjálfstrausiti í að fara út í fleiri og meiri verkefni.

En eitt get ég sagt ykkur það eru mjög svo spennadi tímar framundan 


Sturtan tilbúin í dag

Það er búið að vera að taka baðherbergið í gegn hjá mér, átti að taka 3-4 daga en núna er 8 dagurinn.  Ég held að það sé svolítið vanmetið að hafa ekki aðgang að baði heima hjá sér.  Ég hélt að það væri sko ekkert mál að fara bara í sund í nokkra daga en vá hvað það getur verið þreyttandi eftir erfiðan vinnudag og svo langar og strangar æfingar fram á kvöld að geta ekki hent sér í sturtu og beint upp í rúm.  En nú sér fyrir endan á þessu og ég ætti að komast í sturtu heima hjá mér í kvöld.... mikið tilhlökkunarefni það.

En að öðrum nótum ég var í háskólabíói að hella upp á kaffi fyrir Al Gore og félaga.  Það var hresst allt topplið kaffitárs á svæðinu og voða stuð hjá okkur.  Stærsta uppákoma Kaffitárs til þessa og gaman að sjá hvað hún heppnaðist vel. 


Coffeeholics Anonymous

Hahhahhahha......

 Elska þessa fyrirsögn.  En vil bara benda á spennadi kaffi"sápuóperu" sem er í gangi í bloggformi á kaffi.blogspot.com

kveðja Kristín Höfðatorgsfrú 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband