Færsluflokkur: Lífstíll
1.4.2008 | 20:43
Keppninsdót
Jú jú ég og Harpa drifum okkur í Ikea í dag . Alltaf jafn gaman finnst mér. Samt um leið og ég var komin út úr Ikea þá hugsaði ég með mér, ég þarf eiginlega að fara annan hring það er svo margt sem ég gleymdi að athuga með. En ég á frí á laugardaginn þannig að ég get bara farið aftur þá. Það þarf svo lítið til að gleðja mig.
En það verður keppnisrennsli á föstudagskvöldið og þá get ég betur séð hvað mig vantar hvað ég þarf að huga betur að og svoleiðis. En viti menn það minnir mig á það að ég þarf að hlaða myndavélina svo ég geti nú tekið myndir af öllu sem er í gangi.
Heyrðu já svo er eitt nýtt það á að vera opið á Kaffitári í Bankastræti annaðkvöld það á víst að vera dansað tangó.....þannig að endilega að droppa við og kíkja á Höfðatorgsfrúnna í svaka gír á miðvikudagskvöldi.
Heyrumst hress. Kristín Höfðatorgsfrú
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2008 | 17:04
Kristín Höfðatorgsfrú
Jújú orðrómurinn reyndist sannur....ég verð nýi verslunarstjórinn á Höfðatorgi þar sem Kaffitár er að opna nýtt kaffihús....kem með meira um leið og ég veit eitthvað meira...ekki alveg vitað hvenær ég tek úr lás á bænum en vonandi að það verði bara sem fyrst...
Annars eru bara stífar æfingar fyrir íslandsmeistarmót kaffibarþjóna...ég veit ég ætti kannski að henda inn myndum af æfingum og svoleiðis....kannski gott að byrja á því að hlaða myndavélina
'islandsmeistaramótið er annrs 24-26 april ég man ekki alveg hvar, kem með uppdeit á það líka þegar ég verð komin með þetta alveg á hreint
Later gott fólk, kveðja Kristín Höfðatorgsfrú
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 22:58
Reyna aftur
Hef hugsað mér að fara að virkja þetta blogg aftur...... finnst það alltaf jafn góð hugmynd en svo þegar kemur að því að setjast niður fyrir framan tölvuna og hamra á lyklaborðið þá gerist ekkert, ekkert!!!
Annars er bara fínt að frétta nýkomin heim frá Köben, he he já ég veit ég er alltaf þar.... en þetta var svona afslöpunar/verslunarferð með mömmu. Það var bara mjög mikið fjör. Við gerðum bara þetta dæmigerða verlsuðum, borðuðum góðan mat
Later Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 13:06
Allt er best í hófi...
Rakst á þennan list og finnst hann alger snild...eins og ég hef alltaf sagt allt er best í hófi
1. Bjór hefur hingað til aðallega verið talinn valdur að alkóhólisma og slæmri húð. En nýjar rannsóknir sína að bjórdrykkja eykur blóðstreymið og getur minnkað áhættu á að fá hjartasjúkdóma um 40 %. Nb. mælt er samt með að ekki sé stunduð ofdrykkja.
2. Æðiskast, hingað til hefur það ekki þótt góður kostur að fá æðisköst en samkvæmt danska sálfræðingnum Per Isdal þá losa æðisköst um vöðvabólgur, sjálfstraustið eykst og ónæmiskerfið styrkist hjá fólki sem er venjulega rólegt og dagfarsprútt. Hjá hinum virkar það öfugt.
3.Kaffi er hollt. Það er ríkt að andoxunarefnum sem halda líkamanum heilbrigðum og ungum. Neysla kaffis minnkar líka líkur á að fá krabbamein og sykursýki 2
4.Sólböð eru holl fyrir líkamann. Sólargeislarnir flytja D vitamin til húðarinnar, styrkja ónæmiskerfið. Sólargeislarnir hafa góð áhrif á húðsjúkdóma. Sólskin og gott veður vinnur gegn asma og svo hefur sólin jákvæð áhrif á skapið. En allt er bezt í hófi.
5.Rauðvín er þekkt meðal til að minnka áhættu á hjartasjúkdómum enda er í rauðvíninu andoxunarefni. En í þessu gildir vízt meðalhófið eins og í öðru. Ekki er ráðlegt að drekka sig ofurölvi alla daga.
6.Súkkulaði er eins og rauðvín hollt fyrir líkamann. Í súkkulaði eru andoxunarefni sem viðhalda líkamanum ungum og heilbrigðum eins og fyrr sagði. En nb. hér er verið að tala um dökkt súkkulaði.
7. Kók inniheldur ekki mikið af vítaminum eða næringarefnum, en virkar vel við kviðverkjum. Einnig þykir kók virka ekki síður en höfuðverkjatöflur þegar maður veikizt. Nú og svo að lokum eru kókdrykkja óbrigðult ráð við timburmönnum.
8.Skyndibiti eins og hamborgarar. T.d þá er hamborgarinn sjálfur ekki óhollur heldur eru það frönskurnar og gosið sem er fylgir. Hamborgari með salati , brauði , lauk og fitulítillri sósu getur verið holl máltið. Sleppa frönskum og gosi þá er maður í góðum málum.
9. Kynlíf , það þarf ekki að segja neinum hversu hollt það er (þ.e.a.s ef ekki fylgja kynsjúkdómar). Kynlíf minnkar stress, lækkar kólesterólið í líkamanum og eykur blóðflæðið. Nú og svo vilja sumir læknar meina að kynlíf minnki áhættuna á að fá krabbamein
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 08:38
Ekkert að gerast.
Án gríns þá er ekkert að gerast markvert þessa dagana. Vinna og lítið annað. Já það er þjónusturver Íslandspóst. Svaka stuð svona í jólamánuðinum...Mikið að gera og tímin líður með eindæmum fljótt. Er líka búin að vera voða dugleg í jólaundirbúningnum. Bakaði 3 uppskriftir af jólasmákökum.
Er komin með rosa uppskrift að dönsku jólasúkkulaði. Skelli henni inn á eftir, hef einhvernvegin ekki gert það. Sýnir bara að ég er ekki mikill bloggari. Kannski það komi á nýju ári þegar maður er komin í kaffimekkað aftur.
Kveðja Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 10:52
Baggalútur
En og aftur hefur Bagglút tekist það að koma mér í smá jólagír. Nýja jólalagið þeirra er algjör snild að mínu mati. Myndbandið þeirra sem var tekið upp í Kastljósi var æðislegt. Gaman að byrja kvöldið á þessu lagi og skella sér svo í smá smákökubakstur á föstudagskvöldi. Já ég bakaði smákökur...ýkt góðar. Ég vildi nefnilegar einhverjar nýjungar í jólasmákökugerðina og mér var sagt að ég þurfti að sjá um það sjálf þannig að ég gerði það bara og það heppnaðist bara svona vel.
Kveðja Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 11:58
Hraun
Það er svo skemmtilegt þegar maður dettur alveg óvart niður á nýja og frábæra hljómsveit með frábæran disk. En það gerði ég akkurat í sumar. Heyrði fyrir rælni lag með þeim og í einhverra hluta vegna ég út í búð og keypti diskinn. Sé engan veginn eftir því enda er hann búinn að vera meira og minna í geislaspilaranum hjá mér síðan. En þessi hljómsveit er semsagt Hraun með diskinn sinn I cant belive its not happiness. Núna er þeir komnir í 5 liða úrslit í heimstónlistar keppni hjá Breska rískisútvarpinu. Gaman að þessu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 18:40
Dante
Þá er 1.des , fullveldisdagurinn, gengin í garð. Að því tilefni hafði ég hugsað mér að koma með uppskrift að skemmitlegum súkkulaði/kaffidrykk. Þessi drykkur heitir Kaffi Dante og er ættaður frá Kaffitári.
Byrjað er á því að setja appelsínusneið í glas eða könnu. Svo er ca tvöfaldur (stór) expressó látinn renna yfir. Best er náttúrulega að notast við expressó úr vél eða mokkakönnu. Það er hægt að notast við sterka uppáhellingu en kaffi fyllingin verður ekki jafn góð. Þegar þetta er komið er heitu súkkulaði helt saman við. Ég mæli alltaf með ekta súkkulaði en það má vel notast við swiss miss eða eitthvað annað. Bara að muna að þetta er heitur drykkur. Að lokum er skellt rjóma á toppinn og yfir hann er stráð flórsykri og kanil
Appelsínubátur (sneið)
Stór expressó
Heit súkkulaði
Rjómi
Flórsykur
Kanill
Ég mun halda þessu áfram á aðventunni að koma með skemmtilegar og jólalegar kaffiuppskriftir. Bæði gamlar og góðar og einhverjar nýjar sem mig langar að prófa. Endilega að prófa og ef ykkur vantar ráð eða hafið spurnigar endilega að kommenta og ég mun svara eins og ég get. Svo minni ég á að inni á vef Kaffitárs er hægt að nálgast margar góðar kaffiuppskriftir fyrir nýjungagjarna kaffiunendur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007 | 23:55
Barbarella queen of the galaxy
Sá það á vafri mínum um veraldvefinn í dag að það ætti að endurgera þetta meistarverk. Barbarella queen of the galaxy. Persónulega finnst mér það ekki góð hugmynd. Sumt á bara að fá að vera í friði fá að vera gamalt og hallærislegt. Á sínum tíma ( 1968 ) þegar þessi mynd kom út þótti hún hræðileg. Klámfengin og ég veit ekki hvað og hvað. En hún hefur samt náð að skapa sér sess innan kvikmyndaheimsins sem ákveðin költ bíómynd. Hún leysir samt margar tæknibrellu snildarlega á þessum tíma og fötin sem Jane Fonda fær að vera í þetta er bara snild.
Þær leikonur sem nefndar hafa verið í hlutverki Barbarellu eru Drew Barrymore Rose Mcgoven
Kate Beckinsale
þetta kemur hins vegar allt saman í ljós. Framleiðsla á ekki að hefjast fyrr en 2009 þannig að það er nægur tími til að velta þessu fyrir sér. Mæli eindregið með því að þið sem eruð ekki búin að sjá þetta meistarverk drífið í því.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 19:29
KK og Ellen
KK og Ellen systir hans eru með tónleika í Akureyrakirkju í kvöld. Sem er bara æðislegt. Ég er samt ekki alveg í stuði fyrir jólatónleika strax. Annars mun Garðar Thor Cortes halda jóla og aðventutónleika með sinfóníuhljómsveit norðurlands 8. des. Kannski að maður skelli sér þá frekar.
Átti leið í Pennan Eymundsson í dag eins og svo oft áður því að þar er nú einu sinn Te og kaffi staðset. Haldið þið að ég hafi ekki hitt svona skemmtileg á að Hundar í óskilum voru að spila og Sævar stóð sveittur og steikti pönnukökkur. Ljúft að renna þeim niður með kaffibollanum. Held að það verði mikið líf í Bókval (þetta hét alltaf Bókval í gamla daga og gengur en undir því nafni manna á milli ). Held að það verði mikið um rithöfunda, upplestra, litla og létta tónleika.
Græni hatturinn er skemmtilegur tónleikastaður hérna á Akureyri. Frekar lítill og kósý staður. Dagskráin þessa helgi og næstu er alla vega frekar spennandi. Í kvöld þá er Hundur í óskilum, annað kvöld verða svo Hjálmar með tónleika, hugsa að ég skelli mér á þá. Svo um næstu helgi þá verður Sniglabandið hérna og heldur uppi stuðinu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)