Færsluflokkur: Lífstíll
28.11.2007 | 18:39
Nýtt útlit
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 14:16
Dagur 2
Eins og fólk veit sem þekkir mig þá lenti ég í smá slysi nú á vormánuðum. Þurfti samt að skella mér í smá aðgerð núna til að ná fullum bata. Sem að tókst að mestu leiti.
En núna er ég tæknilega séð komin í jólafrí norður á Akureyri til foreldra minna. Sem er æðislegt, Akureyri er æðisleg, foreldrar mínir eru frábærir og ég á einstaka vini hér á Akureyri. Málið er bara að þessa fyrstu daga þá hef ég ekkert að gera. Vafra um húsið, því ég þarf að vera mikið á hreyfingu, vafra um veraldarvefinn, því þar getur maður tínt sér í heimskulegum og tilgangslausum fróðleik. Þetta verður strax betra þegar ég get farið meira út. Kíkt á krakkana á Te og kaffi, kíkt í heimsókn til vinafólks míns og svoleiðis stuð.
Hellti mér upp á El Salvador kaffi í fillterkönnu í morgun. Fékk mér ristað brauð og ferskan ávaxtasafa með kaffinu og las moggann. Þetta var bara eins og góður morgun í Bankó. Ohhhh.... hvað ég væri til í að hafa bankó hérna á Akureyri.
En við heyrumst fljótlega Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2007 | 15:34
Komin tími á nýja bloggfærslu????
Já kannski það.
Samt svolítið skondið að manneskjan sem er í bloggleyfi frá sínu eigin bloggi skuli vera að heimta blogg. Ha Marta.......
Annars er voða lítið að frétta. Eins og sannaðist kannski best í gærkvöldið að hápúnktur kvöldsins var Disney myndin í ríkissjónvarpinu "High school musical" frábær skemmtun.
En af kaffimálum þá er nýkomið í hús COE frá Kosta Ríka. Alveg frábært kaffi. Mjúkt með góðri fyllingu en samt með mjúkum ávaxtatónum í endan. Þetta verður alveg hiklaust jólakaffið á mínu heimili
En já kannski ég geri eitthvað meira af því að blogga um kaffi nú þegar ég er að fara í langt jólafrí norður yfir heiðar. Hugsa að ég muni hafa nægan tíma á mínum höndum til að brasat í þessu. Svo fara mótin að byrja á komandi ári. Innanhúsmót Kaffitárs verður í lok janúar og Íslandsmeistarmótið verður um mánaðarmótin febrúar, mars. Þetta eru allavega seinustu dagsetningar sem ég hef heyrt. Þannig að það verður spennadi að fylgjast með undirbúningi að þessu. Kannski maður geti laumað inn einni og einni uppskrift líka að drykkjum sem munu skapast í undirbúningi þessara keppna
En later Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2007 | 00:34
Coe
jæja er ekki komin tími á smá blogg færslu Kristín??????????
Núna í kvöld var COE kaffismökkun nýtt kaffi frá Kosta Ríka og Boliviu mega spennandi verðlauna kaffi að sjálfsögðu. unnu sæti í óskarsverðlaunum kaffibauna.
Þá er um að gera að skella sér í snjógallan og hoppa á kaffitár til að fá sér bolla eða pakka af eðal verðlaunakaffi. :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 18:11
Stumptowncoffee
Búið að vera mikið að gera seinustu daga. Fengum skemmtilega heimsókn á Kaffitár í Bankastræti í seinustu viku. En það voru þau Alan og April sem að vinna hjá Stumptowncoffee í Portland Oregon. Þau voru að heimsækja Ísland í fyrsta skipti og áttu ekki til orð yfir fegurð landsins, fjölbreytileika í einu og öllu. Við byrjuðum á að hittast í smá geim á Prikinu á fimmtudagskvöldið og það var bara svona skemmtilegt. Á Föstudaginn buðum við þeim í mat að Laugarteig 9 og það var svona ljómandi skemmtilegt. Að sjálfsögðu var svona smá íslenskt þema í gangi. Það var elduð bleikja og boðið uppá skemmtilegar íslenskar mjöð veigar og vakti þar norðlenski mjöðurinn Kaldi sérsaka lukku. Reyndar voru þau líka hrifin af alíslenska maltinu.
Á laugardaginn brunuðum við svo nokkur saman frá Kaffitári í Þrastarskóg og vorum þar í sumarbústað yfir nótt. Það var bara svona eins og sumarbústaðarferðir eiga að vera. Góður matur, góðar samræður, heitur pottur og spilað. Ummmm.......
Þangað til næst Kristín
P.S. stomptowncoffee.com
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 16:48
Þriðjudagur
Fyrir alvöru kaffi áhuga fólk vil ég benda á þessa heimasíðu. Þetta eru Klaus fyrverandi heimsmeistari og Peter fyrverandi brennari á Estate og fleiri góðir kaffinördar frá Estate. Flott kaffiframtak hjá þeim
Núna um helgina stendur td yfir norðurlandamót kaffibarþjóna í Svíþjóð ekkert smá gaman. Alltaf stuð í kringum Nordic
http://www.nordicbaristacup.com/
Spennandi að sjá hvernig það fer.
Er búin að vera að drekka Gvatemala í allan dag og það er bara nokkuð gott. Hrifin af því. Ekki alveg með það á hreinu hvaða Gvatemala þetta var en Kaffitár býður upp á 3 tegundir af Gvatemala. Kem sennilega með meiri greiningu síðar þegar það verður búin að vera alminnileg kaffismökkun
Later Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 09:01
Fjölmenning
Hvað er fjölmenning???? Hver er íslenka meiningin á bak við þetta orð. Hvernig á maður að tengja það við kaffi??? Jú kaffi kemur frá mörgum löndum og við erum að leggja heiminn að vörum þér.......Ég skil þetta alveg en ég skil samt ekki þetta orð Fölmenning. Ég skil alveg multi culture og það að lifa í fjölmenningarsamfélagi en ég næ samt ekki hvað það er að vera fjölmenning.
En hvað um það mikið að gera hjá mér í skólanum fer að vinna spennadi rekstrarfræðiverkefni bráðum. Línulega algebra er allt í einu farinn að vera pínuð skiljanleg hél virkilega ekki að ég mundi sjá þann dag að hún yrði það allavega ekki strax. Nú er það bara stærðfræi greiningin sem ég á eftir að sigrast á jú og löngunn minni til að sofa út á hverjum morgni. Þetta er hræðilegt hvað ég er morgunsvæf. En samt ekki finnst ekkert mál að vakna kl. 8 og byrja daginn svona um 9. Hefur bara alltaf fundist erfitt að vakna fyrir kl.8 á morgnana.
Vinna á laugardaginn í kringlunni. Skemmtilegt það. Það er ekkert mál að gera kaffi. Finn það samt að ég þarf að taka tæknina í gegn hún er bara einhversstaðar og hvergi. En það er bara mín fullkomnunarárátta í sambandi við þetta. Jæja má ekki vera að þessu strætó bíður. Þarf að klára Línulega algebru verkefnið og ætla svo í kaffi í kringluna til Mörtu, er í kaffi í núna í Bankó hjá Þórhalli. Þarf svo að fara að hanga meira í Þjóðó og kynnast stelpunum. Þoli ekki að þekkja ekki einhvern á einhverju kaffihúsana. Svo þarf að fara að drífa í því að opna kl.8 þar.... þá verður lífið fullkomið.
later Kristín æðstistrumpur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 22:03
Cemex er málið
Hef oft haldið því fram að einfaldleikinn sé bestur, að maður eigi að njóta smáatriðana það sé það sem gerir mann hvað hamingjusamastan. Þess vegna kom það mér ekki á óvart hvað cemexið er skemmtileg uppáhelling heldur hvað ég hef alltaf þrást við að prófa hana. Kannski er maður bara það nýjunga gjarn að maður þarf alltaf að eiga það flottasta og besta og mesta tækið. Cemex er nefnilega uppáhellingar kanna sem maður hellir á á gamla máðan. Ekkert smá töff. Kaffið kemur skemmtilega í gegnum fyllterinn með öllum sínum brögðum ummmm........... gott að geta skemmt sér yfir einhverju því ekki er calculusinn að gera sig núna :(
Fyrsti starfsmannafundurinn hjá Kaffitár á morgun. Ég veit þetta er skrítið en mig hlakkar eiginlega bara til. Sjá hverjir eru að vinna þarna og hvað er nýtt og hvað ekki. Fundurinn verður í Njarðvík, það verður bara rúta og læti. Vona samt að við komum ekki seint heim því ég hef skóla og alveg helling að læra. Veit ekki af hverju stærðfræðin er að standa svona mikið í mér núna. Hlutir sem ég kann alveg. Man bara ekkert. Ætli hausinn geti farið í svona álagsverkfall ????
En later calculus býður. Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 14:01
Cup of exellence
Sit við eldhúsborðið heima hjá mér og er að drekka cup of exellence í pressu könnu og varð hugsað til þess að ég þyrfti að blogga. Það þýðir ekkert að segjast ætla að byrja aftur en gera svo aldrei neitt í því. Yndislegt alveg að vera komin aftur til Reykjavíkur. Gaman að geta hangið á Kaffitár og talað við fólk um kaffi, fólk sem skilur kaffi skilur hugtök eins og rúnnuð heild og að expressóinn leiki eins og heil sinfóníuhljómsvet á tungunni.
En það sem ég er að gera í Reykjavík annað en að hanga á kaffihúsum er að ég skellti mér í Háskóla Íslands til að læra vélaverkfræði. Það er ekkert smá skemmtilegt. Mikil vinna en vel þess virði. Átti samt ekki von á því að djammið í háskóla væri full vinna líka. Hef ég nú alveg lengi vel verið atvinnumanneskja í djammi en þetta er mikið, meira að segja fyrir mína standarda. Það hlýtur bara að vera til fólk sem er með 36 tíma í sólahring. En ég er ekki að kvarta undan þessu langt því frá mér finnast vísindaferðir bara með því skemmtilegra sem maður gerir. HÓPEFLI er líka mín sérgrein :)
En ég gat náttla ekki staðist það að fara að vinna hjá Kaffitár. Ég skellti mér í kringluna til Mörtu vinn annan hvern laugardag og ætlaði sko ekki að taka aukavaktir en er þegar búin að taka eina. Hver getur staðist hvolpaugun hennar Mörtu. En þetta verður frábær vetur við erum að vinna saman ég, Marta og Kolbrún gömmlu lummurnar saman á ný..........og svo náttla eitthvað af hressu og skemmtilegu nýju fólki.
Later Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 13:40
KÖBEN Á EFTIR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þarf ég að segja meira...... Kem með ferðasöguna þegar ég kem aftur................kannski.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)