Færsluflokkur: Lífstíll
15.8.2007 | 15:11
Allt að gerast
Áttaði mig allt í einu áðan að ég er að fara eftir viku. VIKU!. Seinasti vinnudagurinn minn er miðvikudagurinn eftir viku. Það reyndar verður góður dagur. Mæti í vinnu kl 9 vinn til kl. 17 og á flug til dk kl. 18.30. Það verður rosalegt. Erla vinkona ætlar að taka á móti okkur á flugvellinum með fána og lúðrasveit. Þetta verður rosaleg helgi ég bara veit það. Í hvert skipti sem ég og Erla komum saman er bara gaman. Ég meina það gengur einhvernveginn alltaf allt upp þegar við tvær erum saman.
En eins og ég segi vika og er ég byrjuð á einhverju? NEI en ég geri allt hvort eð er á seinustu stundu. Ég kem heim frá dk á mánudegi og flyt til R.víkur á þriðjudeginum. Byrja náttla á því fyrstu dagana að vera húsnæðislaus :) Þarf að kaupa mér rúm og skrifborð. Reyndar veit ég fátt skemmtilegra en að fara í Ikea. Þarf að hafa upp á sjónvarpinu mínu. Dusta rykið af öllum kaffivélunum mínum er samt að hugsa um að kaupa eina nýja. Mig langar í einhverja góða uppáhellingarkönnu. Það er samt svo margt sem ég ætla að gera þegar ég kem til R.víkur. Þyrfti eiginlega eins og margir aðrir að hafa allavega 36 tíma í sólahring bara til að geta sinnt öllu. Skólanum, áhugamálinu og vinunum. Það er náttúrulega á stefnuskránni að öðlast alveg einstaklega góða skiulagshæfileika þegar ég byrja í skólanum. Skipulag hefur einhvernvegin aldrei verið mín sterka hlið en samt þetta reddast alltaf það er allavega mitt mottó
Þangað til næst Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 16:26
Starbucksfílingur
Byrjaði daginn ekkert smá vel. Byrjaði ekki að vinna fyrr en kl 10 í morgun þannig að ég reif mig á fætur til að fá mér morgunkaffi hjá Hildi á te og kaffi. Ég mæti eldsnemm í Starbuckd morgunmatinn sem saman stendur af kaffi og múffu (helst súkkulaði múffu). ummmm........
En allavega þá fór ég að hrósa uppáhelta kaffinu sem þau eru að bjóða upp á þennan mánuðinn. En það er Mokka sídamó. Hildur fór þá að segja mér að hún hafi fyrir nokkru verið að prófa að hella upp á þetta kaffi í pressukönnu heima hjá sér en þá hafi það ekki komið vel út. Núna er það í svona sjálfvirkri kaffikönnu sem þau eru með á kaffihúsunum hjá sér. Veit ekki hvaða gerð það er, þyrfti nú eiginlega að komast að því, en kaffið er svona ljómandi gott í þessari vel. Gaman að finna svona mun og finna hvaða kaffi passar hverri uppáhellingu
Já svo er annað. Já ég var að ráða mig aftur í vinnu á Kaffitári. Að vísu verður þetta mjög lítið sem ég ætla að standa vaktina. Ég ætla að taka að mér annanhvern laugardag í kringlunni. Ég og Marta það verður geggjað stuð. Ég verð víst að halda mér í æfingu og sinna áhugamálinu. Sumir fara í golf ég bý til kaffi. you know what ever makes you happy. Ég held að þetta verði bara gaman að grípa í Lamarzocco svona á milli verkefnann í skólanum
Nóg í bili þangað til næst Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 16:33
Komin tími á smá blogg, er það ekki??
Ég ákvað að nú væri góður tími til þess að virkja þetta blogg aftur. Hellingur búin að gerast í sumar en samt sest maður einhverveginn aldrei niður og skrifar um það sem er í gangi.
Kaffimál
Það er náttúrulega búið að vera algjör draumur hér á Akureyri eftir að Te og kaffi opnaði í Bókavali. Fyrir svona sönn kaffinörd eins og mig þá er það draumur í dós að hafa kaffihús nálægt mér sem fyrir það fyrsta býður uppá úrvalskaffi og hefur vit á kaffi og ég tala nú ekki um hefur ástríðu fyrir kaffinu. Svo er nýafstaðið heimsmeistaramót kaffibarþjóna eða WBC. Mótið var að þessu sinni haldið í Toyko. Svolítið skrýtið að sitja heima eftir að hafa farið á seinustu tvö mót. En sem betur fer er fullt af fólki sem fer á mótin og er líka svona duglegt að blogga um það sem er að gerast. Ég mæli eindregið með síðunni zacharyzachary.com. Þar er hægt að lesa um keppnina og ég tala nú ekki um að skoða öll myndböndin af krökkunum. Fyrir hönd Íslands fór Imma. Þetta er í annað skipti sem hún tekur þátt og stóð hún sig mjög vel. Hún lenti í 13.sæti. Prógramið var mjög fínt og ég tala nú ekki um kjólinn sem hún var í mega flottur. Það vottaði fyrir smá stressi en kommon hver væri ekki stressaður að þurfa að standa þarna og taka þátt.
Annars er lítið að gerast hér norðan heiða enda er ég að fara að flytja aftur til Reykjavíkur. Er að fara í háskóla að læra vélaverkfræði. Eins og mig kvíður pínuð fyrir þessu þá er ég að springa úr spenningi, hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. Flyt aftur í Laugateginn með Héðni það verður nú gaman. Kannski við tökum núna allar triológíurnar sem við ætluðum að horfa á seinast.hahahaha........ Ætla að láta þetta duga í bili en læt ykkur fylgjast með hvað verður. Því ég er nokkuð viss um að það eru spennadi tímar framundan
Vi ses Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 17:53
Alltaf gaman að finna svona á veraldvefnum
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 23:34
Allir komnir heim
Jæja þá eru belgíufararnir komnir heim, og mæta galvaskir til vinni eldsnemma í fyrramálið. Hlakka ekkert smá til að fá að heyra slúður úr kaffi heiminum :)
Þá getur lífið haldið áfram sinn vana gang og allt orðið eins og það á að vera, hjúkk :D En annars held ég að kaffi vikunnar sé glænýtt kaffi frá Ruwanda, Bragðmikið og gott kaffi, dökkt súkkulaði, sætur blómakeimur, yndislegt kaffi í allastaði, svo spillir ekki fyrir að það er 100%Burbon ;) allavega mitt uppáhalds þessa dagana.....
Mæli eindregið með því að allir smakki það, frábæra afríku kaffi, minnir á kenía og sídamó svona sirka hehe jæja þá er komin tími fyrir hvíld, áður en að maður fær allt slúðrið beint í æð.
Kristín Velkominn aftur í hópinn ;) þú skilur mig
Kv Marta
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007 | 01:39
Úrslit frá Belgíu :)
Jæja þá eru úrslitin komin í hús, sjóðheit beint frá Belgíu.
Hann Hjörtur okkar, sem að var að keppa í coffee in good spirit, lenti í 3ja sæti. Keppni um bestu áfengu kaffidrykkina og Irich coffe. Frábær árangur það jibbý
Hann Jan okkar, keppti í mjólkurlist, lenti í 4. sæti. Keppni um fallegustu mynsturinn í bollana og einnig þurftu þau að vera nákvæmlega eins.:) Frábært það júhú :)
Einnig var Ísland valið besta þjóðin á mótinu, Þetta kallar maður sigur, Eða er það ekki ????
Já og hún Sonja okkar Grant var valin besti þjálfarinn............ ég er svo glöð að ég er að spinga :D
Kv Marta
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 14:23
Kaffihúsaferð
Bara smá hugmynd. Er á leið á kaffihús að hitta eina vinkonu mína, erum ekki enn búnar að ákveða hvert við förum en það skiptir ekki mestu máli. Hugmyndin mín var samt að hella upp á kaffið hérna heima og mæta svo með thermo brúsan innanklæða. Mundi að sjálfsögðu kaupa mér kaffibolla en hella lavazza sullinu í einhvern blómapottinn og bæta mínu eigin kaffi að heiman í bollann. Er þetta kannski einum of róttækt hjá mér? Hvernig ætli starfsfólkið mundi bregðast við ef það yrði vart við þetta?
Hilsen Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 21:18
Kaffi vikunar.
Hvernig væri ef að við myndum hafa kaffi vikunnar einhvers staðar og ég sendi þér Kristín einn pakka í hverri viku???? Og svo kemuru með comment á kaffið og kannski drykk vikunnar líka, en ætla ekki að senda, spánarbúum og danakellum, þannig að enga öfundsýki, kannski hefðuð þið bara átt að flytja á Dalvík eða eitthvað styttra.
Svör óskast.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 19:30
Kaffi?
Ég er að springa úr ánægju með þetta blogg. En hvað eigum við að gera við það. Mig langar svolítið að blogga um kaffi og menninguna tengda því, kaffihús sem maður fer á og annað í þeim dúr. Hvað segið þið hvað vill fólk fá að lesa á bloggsíðu hjá svo frábæru fólki eins og okkur sem erum að gömlum vana hist og her um heiminn. Stödd í ólíkum menningarheimum þannig að við höfum fullt um lífið, tilveruna og kaffið að segja.
Með kveðju Kristín
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 23:43
Bloggvinir
Smá problem.... eða kannski ekki svo mikið, kann bara ekki alveg nógu vel á þetta moggablogg, þannig að kannski ef að einhver skildi nú detta hér inn á, kannski að þú lesandi góður gæti bent mér/okkur á það hvernig maður setur inn svona blogg vini????? Er það möguleiki, þ.e. ef að einhver er að kíkja hingað á okkur.........
Caio bella
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)